Umferðaröryggi

Ég geri mér grein fyrir því að þetta er kannski óþarfa smámunasemi, en mér finnst vanta höfuðpúða í strætisvagna, og ef ekki höfuðpúða, þá öryggisbelti. Ég var einmitt rétt stiginn upp í slíkan vagn nú fyrir skömmu og sestur, þegar bílstjórinn tekur rólega af stað og einhver ökuþór á jeppa ók í veg fyrir okkur. Vagninn var varla á meira en tíu km/klst þegar bílstjórinn snögghemlaði og mér varð ljóst er háls minn slóst í næsta sæti, að barkinn á mér er í hornréttri stöðu við gúmmíbarkann á sætinu fyrir framan ef ég sit eðlilega. Hvað þá ef vagninn hefði lent í árekstri á fullum hraða? Væri ég til frásagnar?
Og talandi um umferðaröryggi þá virðast hjólabrettin komi aftur. Ekki er nú öll tískan eins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *