Pabbi var langflottastur í Útvarpinu í gær, enda þótt upptakan sé þrettán ára gömul og hann sé margfalt betri söngvari í dag. Nirfilinn söng hann og eitt annað lag, sem ég því miður man ekki hvað var.
Einhverra hluta vegna virðist engum hjá RÚV dottið í hug að nokkur maður vildi hlusta á þáttinn á netinu og því hefur dagskrárliðnum „Íslenskir einsöngvarar“ verið sleppt úr upptökusafni gærdagsins. Annars hefði ég vitaskuld tengt á hann. Ef hlustað er á þátt Svanhildar Jakobsdóttur „Stefnumót“ má raunar heyra síðustu stunur Sigríðar Gröndal áður en þættinum lauk.
Einhverra hluta vegna virðist engum hjá RÚV dottið í hug að nokkur maður vildi hlusta á þáttinn á netinu og því hefur dagskrárliðnum „Íslenskir einsöngvarar“ verið sleppt úr upptökusafni gærdagsins. Annars hefði ég vitaskuld tengt á hann. Ef hlustað er á þátt Svanhildar Jakobsdóttur „Stefnumót“ má raunar heyra síðustu stunur Sigríðar Gröndal áður en þættinum lauk.