Ég verð að játa að ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég uppgötvaði að fyrsta breiðskífa Eminem er ekki heima hjá mér á Öldugötunni heldur líklegast í kassa niðri í geymslu hjá mömmu. Það er rétt, ég sé enga skömm í að játa að ég fíla fyrstu plötu Eminem, þó ekki nema sé nostalgíunnar vegna.
Sumir menn eru hinsvegar óforbetranlegir í sinni Koяrnnostalgíu eins og ég hef oft bent þeim á. Þegar ég var unglingur hafði ég raunar talsverðar áhyggjur af markaðsvæðingu hins dysfúnksjónal [sic] listamanns sem var misnotaður kynferðislega og vann á líkhúsi (sér til ánægju). Það þótti samt töff.
Nú er ég ekki að segja að frásagnir Eminem af föður sem myrti barnsmóður sína til að fá að hitta dóttur sína væru mikið skárri, en á einhvern hátt var það nýstárlegt á Íslandi á þeim tíma – eitthvað sem maður hafði aldrei kynnst áður. Eftir Slim Shady LP hef ég þó ekkert getað fílað með Eminem, utan einskífunnar Stan þar sem hann fékk lánað stef af plötunni No Angel með hinni ofurkrúttlegu Dido, sem hún gaf út þvert ofaní sérhvert yeah right heimsins. Eins klisjukennt og það kann að hljóma – eins klisjukenndar og klisjukenndir eru.
Það var nefnilega gott lag, mun betra en orgínallinn, ólíkt öðrum slíkum samstarfsverkefnum rappara og krúttpoppara. Enda var umrætt stef aðeins inngangur að orgínalnum sem sökkaði að flestu öðru leyti. Dæmi um hið gagnstæða væri þá Say What You Want með Method Man og Texas, sem ég er að hugsa um að sækja mér á netið núna uppá nostalgíu. Orgínallinn var talsvert betri, en honum fylgir engin nostalgía.
Annað lag sem hefur fylgt mér lengi er samstarfsverkefni Busta Rhymes og annars náunga sem ég kann ekki að nefna. Minnir að lagið heiti Real Hot. Ef einhver getur reddað mér því yrði það vel þegið, því ég finn það hvergi á netinu. Armt er það, netið.
Ég vona að platan finnist. Er það enn hrillilegt. Þú hlýtur að vera sjálfur einskónar rappari . Það hlýtur að vera ömurlegt staf að vera innan um öll líkin ojj bara. Alla vega frábært blogg hjá þér vinur minn.
Það getur ekki verið tilviljun að þetta sé bloggsíða nr. 2 sem ég rekst á í dag, þar sem fjallað er um fyrstu plötuna hans Emma. Fokk, fokk.
Ég var annars næstum búin að gleyma að hann væri til. Það tókst ekki. Þér að þakka. Takk.
Talandi um Texas, maður ætti kannski að reyna að koma höndum yfir eitthvað af því dóti, frábært band.
Korn myndu svo mikið valta yfir Eminem að það er ekki fyndið.
Reyndar man ég ekki hvenær ég hlustaði síðast á Korn. Kominn í harðari efni núna.
Ef þú ert að vísa til Slim Shady LP sem fyrstu plötu Eminem er það náttúrulega ekki rétt. Fyrsta platan hans heitir Infinite, og þar er hann bara frekar rólegur og yfirvegaður (!) í þessu öllu saman.
Það vissi ég ekki …
Er eitthvað varið í þessa plötu?
Nei.
En þá ber kannski að geta þess líka að ég er ósammála þér um gæði seinni platnanna. Svo kannski finnst þér Infinite bara frábær.
Það finnst mér hæpið. Vel að merkja hef ég ekkert nýtt heyrt með Eminem síðan ég heyrði White America af þriðju (fjórðu) plötunni, að ógleymdu D12 hliðarverkefninu. Þar af myndi ég segja að Purple Hills sé eftirminnilega lélegt, en konseptið við Fight Music var skemmtilega fengið að láni frá kvikmyndinni The Warriors.
Þessi gæi hér, sem er í viðtali við austurrísku tískulögguna Brüno, er ekki par hrifin af Eminem og segir hann vera undir áhrifum djöfulsins
http://www.youtube.com/watch?v=frz58AMIktY
Þetta er gott stöff.
Sammála Eiríki í því að Infinite er hundleiðinleg. En hún er töluvert frábrugðin hinum plötunum, og kannski þess verð að athuga þó ekki væri nema bara út af því.