Ég ætti kannske að breyta þessari síðu í svona stúdentablogg. Líf stúdentsins í hnotskurn snýst fyrst og fremst um lífið á Görðunum, ritgerðaskil í pósthólfið í Árnagarði/Odda, ferðir á Þjóðarbókhlöðuna, kynlega kvisti sem þar leynast milli hilla, latté á Kofa Tómasar frænda, debatta um hvað sé besta kaffið frá Kaffitár, frískleg morgundögg eða kvöldroði, rustalegt hár, lopapeysur og hvaða indietónlist er í græjunum hverju sinni. Aðra hverja helgi mun ég svo blogga um stúdentafögnuði á öldurhúsum bæjarins, t.d. vísindaferð heimspekinema, rannsóknaræfingu hugvísindadeildar og árshátíð sagnfræðinema. Hverjir voru hvar, hver fór í sleik við hvern. X-Röskva aftan við og slaufan er bundin um pakkann.
Hvað halda svo lesendur að mikið af þessu eigi við mig?
Sleikurinn?
Búja!
Oh, ég bauð víst upp á þennan, hr. Sleikur 2007 …
Haha!
En svona í alvöru, ég ætla að skjóta á þetta.
Þú býrð ekki á Görðunum.
Þú ferð sjaldan á Hlöðuna.
Þú ferð oft á Kofann en drekkur ekki latté.
Þú ferð ekki á Kaffitár og þér er sama hvað sé besta kaffið þar.
Þú missir oftast af morgundögginni.
Þú ert oftast greiddur.
Þú gengur ekki í lopapeysum.
Þú hlustar á litla sem enga indietónlist.
Þú ert ekki í heimspeki né sagnfræði.
Þú styður ekki Röskvu.
Eftir standa: Ritgerðarskil, kvöldroði og náttúrulega sleikurinn.
Rétt?
Hmm, ég læt ekkert uppi. Nema að frískleg morgundögg og kvöldroði er hvorttveggja kaffi frá Kaffitár.
Hann hlýtur nú fjandakornið að styðja Röskvu, jafnvel þótt þeir greiði sér ekki.
Hvað er þetta, það er fullt af fínklipptu fólki í Röskvu. Af öðrum ástæðum kaus ég þau …
En þú varst á lista hjá Háskólalistanum í fyrra, var það ekki? – ég gerði bara ráð fyrir að þú værir þá stuðningsmaður þess framboðs. En bauð hann fram í ár?
Háskólalistinn er dauður. Við drápum hann.
[vísun í boði Ultralive rafhlaðna]
En jú, ég var víst á lista þar. Ætli ég sé þá fyrsta flokkamella stúdentapólitíkur?
Fyrsta? Fyrsta??? Við erum öll flokkamellur, Arngrímur.