Hvað er betra á síðkvöldi en fjórfaldur sojalatté með eðalkólumbískum baunum með súkkulaði og möndlukeim frá Kaffitári? Ekkert nema að öðru viðbættu. Sit hérna, sötra minn latté og maula múslírúnstykki með skinku og osti með Arcade Fire á fóninum. Velti fyrir mér milli þess sem ég les bókmenntakenningar hvort líf mitt sé farið að líkjast Questionable Content fullmikið. Ójæa, nú er víst ekki annað eftir en að hefjast handa á Ritgerðinni með stóru r-i. Allar ritgerðir eru með stóru r-i hjá mér.
Allar ritgerðir eru með stóru Ð-i hjá mér.