Þeir sem vilja sjá gamla Sólheimasafn – þ.e. eins og bókasafn en ekki eins og plasthylki – hafa mánuð til að gera það núna, upp á dag. Eftir það verður því breytt til hins verra.
Þessari síðu verður sömuleiðis breytt, líklega í kvöld, en ég veit að þær breytingar verða til hins betra. Enda er ég alvitur þegar kemur að breytingum.
Ó, hvernig á að breyta safninu?
Upprunalega afgreiðsluborðið frá 1964 verður fjarlægt, og sömuleiðis allar hillur. Svo verður dúkalagt og safnið endurskipulagt.
Verður þessi síða ekki eins og plasthylki?
Ég vil sjá Arngrím í formi plasthylkis. Er hægt að redda því?
Verða allar bækurnar settar í geymslu og örfáar vinsælar bækur hafðar uppi við, eins og gert var á Akureyri?
Hmmm. Ég hef ekki komið á Sólheimasafn síðan 95 eða svo. Man að það var lítið og þröngt og í því var mikil og gömul bókasafnslykt.