Skattur og pína

Mamma var að útskýra fyrir mér skattkerfið. Núna er ég dapur. Ég þéna lítið sem ekkert á einu ári, en undir eins og ég fæ launatékka upp á fallega summu þá tekur skatturinn það án tillits til þess sem ég þéna á ársgrundvelli. Get aðeins vonað að ég fái það tilbaka 1. ágúst sem þeir koma til með að hirða af mér í sumar, svona hérumbil 180.000 krónur. Nei nei, ég þarf ekkert á þessu að halda, launaræfillinn með milljón á ári.

Spurning dagsins er annars toga: Utan á hálfs lítra kókflösku stendur að ráðlagður dagskammtur sé hálf slík flaska. Þörf eða óþörf hreinskilni?

4 thoughts on “Skattur og pína”

  1. Ólögmæt ósannsögli, sýnist mér í fljótu bragði. Síðan hvenær varð Coca-Cola nauðsynlegt næringarefni eða vítamín?

  2. Já, það má skilja það þannig líka. Auðvitað er ekki ráðlagt að drekka kók, en ef þú tekur því á hinn veginn, þá er Coca Cola að segja að varhugavert sé að drekka jafnvel smæstu fáanlega einingu af átöppuðu kóki. Fær mann til að velta fyrir sér hvað yrði sett utan á viskíflöskur.

  3. Geri ráð fyrir því að þú fáir milljónina fyrir ritstörf/frílansstöff (og þá þarftu ekki vasknúmer eða svoleiðis sjitt). Safnaðu nótum og kvittunum (bækur, ritföng, bensín, leigubílar, símakostnaður, tölvukostnaður…) og fáðu þér endurskoðanda, sem gerir skattframtalið fyrir þig og notar allar nóturnar til þess að sýna fram á að hreinn gróði þinn af milljóninni hafi ekki verið svo mikill. Það kostar uþb 14.000 kall en svínvirkar og margmargmargborgar sig.
    Kveðja frá þjáningasystur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *