Einn er sá siður með Köttum […] að láta hár og skegg vaxa […] Og ekki er það fyrr en þeir hafa fjandmann að velli lagðan, að þeir afklæðast þessu andlitsgervi […] Uppi yfir blóði og bardagafeng svipta þeir þessum hjúpi af ásjónu sinni og þykjast þá fyrst hafa goldið andvirði upphafs síns.
-úr Germaníu Cornelíusar Tacitusar.
Jamm, yfir sjálfu hræi hins fallna fjandmanns! Í morgun sameinaðist ég Köttum í anda er ég sneið af mér tæplega mánaðargamalt prófaskeggið. Lokaáfanga sex ára stríðsins er lokið. Ef til vill geri ég upp við það síðar en í bili ætla ég bara að hleypa hröfnunum að hræinu. Kannski fá mér bjór. Raunar ekkert kannski með það.
þú getur bara sjálfur verið Takítus. Þú ert alltaf að takítusa. Það má í raun segja að þú sért sí-takítusandi.
Segir maðurinn sem er alltaf að takítus- … !
Æ farðu að takítusast
Eru þetta þá einhverjir thundercats kettir
Já, svona forn-germanskir.