Það er af mörgum ástæðum að ég bendi á grein Ingólfs Gíslasonar á Múrnum. Ein þeirra er þessi litla klausa sem fangar svo ótrúlega vel það sem ég hef lengi reynt að segja, greinin sjálf er svo orð í tíma töluð:
„Mörg sem læra til kennara heillast af svokallaðri fjölgreindarkenningu. Þau þykjast sjá að andlegir hæfileikar verða ekki mældir með einni tölu. Og það er alveg rétt. En þeir verða heldur ekkert mældir með sjö tölum eða níu. Það er hægt að kvarða hugsun eftir mörgum áttum en til hvers að gera það?
Ekki ein greind, ekki sjö, ekki níu. Greind er satt að segja ónýtt hugtak.“
Sagði pabbi þinn að ég hafi komið ?
Ha já, fyrirgefðu. Ég var steinsofandi eftir langa vökunótt.