Þegar ég vaknaði upp af blundi um miðnætti var ég ekki viss hvort franska orðið ateur væri til í raun og veru, en ég var nokkuð viss um að íslenska sögnin aterja, sem dregin væri af téðu orði, væri það ekki. Hef nú komist að því að hvorugt er orðið til. Hins vegar fann ég franska viðskeytið -ateur án dæma eða merkingar, og nafnorðið auteur. Í draumnum kom orðið fram í kjölfar þess að smásaga varð að veruleika frammi fyrir augum mér. Þess vegna er ef til vill viðeigandi að einasta svarið sem ég hef fundið er franska hliðstæða orðsins rithöfundur.
Þess má einnig geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég vakna með afbakaða frönsku á heilanum.
Svekkjandi að kötturinn verði kynþroska á undan þér.
Ahah, ég fyndin.
Aðeins eitt þeirra vandamála sem fylgir því að vera sjálfgetinn.