Truflun

„Nýlega hafa fundist truflanir í Vetrarbrautinni, einhver röskun á birtusendingum heimsins; himintungl hafa farið út af brautum sínum. Ég hef ekki alveg vit á þessu en það hefur ekki sést í heiðan himin vikum saman, bara þessi eilífðargrámi yfir Esjunni frá morgni til kvölds. Ég held að fólk sé orðið langeygt eftir breytingum.“

– Óskar Árni Óskarsson, Truflanir í Vetrarbrautinni.