Categories
Óflokkað

„This tyrannical spirit, wanting to play bishop and banker everywhere.“

Var í smá viðtali um daginn, í þátt að nafni Rauða borðið. Sem er öll virk kvöld kl.8 skilst mér. Á stöð sem er nýbyrjuð og býður uppá ýmsa aðra þætti einnig. Ég hef samt lítið náð að fylgjast með þessu, og veit því í rauninni ekki nákvæmlega hvað sé í gangi þarna. Annað en að þetta er tilraun til að skapa vinstri fjölmiðil, sem býðir uppá róttæka samfélagsumræðu. Sem er nóg fyrir mig til að mæla hjartanlega með þessu – hvet alla til að likea stöðina á Facebook og deila og ræða og þar fram eftir götunum. Og leggja hvað sem maður getur af mörkum.

Því var ég auðvitað meira en tilbúinn til að mæta. Vissi það reyndar ekki fyrr en ca. tveimur tímum fyrr að ég væri að fara að gera það – þótt það hafi vissulega verið rætt áður. Hvort það hafi verið ég sem misskildi það samtal eða hvað gerðist skiptir ekki máli, ég kom allavega af fjöllum þegar haft var samband og sagt að þetta væri eftir smá.

Nú hef ég ekki horft á þetta sjálfur – og mun aldrei gera (er einhver sem getur haldið það út að horfa á eða hlusta á sjálfan sig tala?). Efast þó ekki um hversu slæmt þetta hlýtur að vera. Vissi mjög óljóst hvað ég væri að fara að ræða og var eintómur kaos í gangi hérna alveg fram á mínútuna fyrir crunch time. Karin sneri þá alla þrjá strákana sem voru búnir að vera öskrandi eins og bavíanar niður og þaggaði niður í þeim á einhvern ótrúlegan hátt. Veit ekkert hvernig hún fór að þessu.

Allavega, it is what it is. Þýðir ekkert að koma með einhverjar afsakanir eða væla yfir því.

Er samt nokkur atriði þarna sem ég myndi vilja skýra nánar, ásamt öðru sem ég tel mikilvægt en náði ekki að koma að.

Vinsældir ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega Mette Frederiksen, hafa vissulega rokið upp í vinsældum í kjölfar aðgerðana gegn vírusnum. Það er auðvitað sláandi hversu hratt og ákveðið hún og ríkisstjórnin gengu til verks. Enda vakti það heimsathygli. Danir eru auðvitað alltaf að vekja heimsathygli. Oftast fyrir einhverja nýja gerð af pyntingu á útlendingum. Eitthvað sem Mette og Sósíaldemókratar hafa auðvitað lengi tekið þátt í með bestu lyst. Jafnvel bara verið í forystunni með. Þetta er eitthvað sem hefur bara gufað upp núna – jafnvel eins og það hafi aldrei átt sér stað. Ég tók dæmi af umræðunni um dagpengekerfið, sem lýsandi um hversu ótrúlega hratt pólitíska landslagið hefur tekið 180 gráðu snúning. Þetta væri annað.

Ég er hinsvegar svo sannarlega ekki búinn að gleyma því í einhverri leiðtogadýrkun, eins og einhverjir virðast hafa sakað mig um. Veit reyndar ekki hvort einungis um troll hafi verið að ræða eða hvað – aldrei að vita með þessa svokölluðu vini mína. Þeir eru svo skemmtilegir, ég elska auðvitað gott troll.

En ef einhver skuli vera í vafa, því það væri kannski hægt að skilja mig sem svo þarna: ég er minnsti aðdáandi danskra Sósíaldemókrata í heimi. Ég er að reyna að halda þessari bloggsíðu fjölskylduvænni, því ætla ég ekkert útí lýsingarorðin sem eru nauðsynleg til að geta lýst því almennilega hvað þau eru og ættu að gera að mínu mati.

Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru hinsvegar eitthvað sem ég hef mjög blendnar tilfinningar gegn. Eitthvað sem er á sama tíma ógnvekjandi og impressive.

Það neikvæða er augljóst: neyðarlögin gefa dönsku ríkisstjórninni og heilbrigðisyfirvöldum mjög hættuleg völd. Sem eins og Pernille Skipper, leiðtogi róttækra Sósíalistana í Enhedslisten (sem er einn af stuðningsflokkum ríkisstjórnarinnar) ættu ekki að finnast í neinu siðmenntuðu, frjálsu samfélagi. Lögin eru semsagt sett með einskonar inniföldu self-destruct eða hvað þetta heitir á lögfræðimáli sem ég nenni hreinlega ekki að fletta upp – munu falla sjálfkrafa úr gildi eftir ákveðinn tíma. Svo þetta er undantekningarástand, eins og ítrekað er fullvissað um.

Nú er ég enginn (algjör) nöttari sem heldur að Mette og Sósíaldemókratar séu að fara að púlla einhvern Reichstag bruna, afnema lýðræði og gera svo innrás í Rússland. En hér er þó augljóslega samt sem áður full ástæða til að vera mjög áhyggjufull/ur. Einfaldlega vegna þróunarinnar síðustu ár, rísandi þjóðernishyggju – sem Sósíaldemókratar hafa ekki beint neitað að taka þátt í. Jafnvel þótt þetta sé gert í góðri trú, af hjartahreinni góðmennsku þar sem einungis er verið að reyna að bjarga mannslífum (sem þetta er auðvitað gert til að gera, þótt efnahagsleg sjónarmið spili einnig stóran þátt), þá er það sem er ógnvekjandi við þetta fordæmið. Þetta hefur nú verið gert. Það er búið að brjóta “tabooið”. Um leið og það er gert, þá er mun auðveldara og jafnvel sterk tilhneiging til að gera það aftur – og þá ekki endilega í eins góðum tilgangi.

En kannski verða slíkar afdráttarlausar ákvarðanir, sem gjörbreyta samfélaginu yfir nótt nánast, einmitt teknar – af góðum (vinstri) tilgangi. Aldrei af Mette Frederiksen augljóslega, en hún hefur a.m.k. sett fordæmi og skapað tækifæri sem ég skil ekki að hægt sé að láðst að sjá sem risa opnun fyrir vinstrið.

Vinstri ævintýri Mette virðist þó af öllu að dæma að fara að ljúka. Stjórnmálagreinandi Information leiðir í dag að þvi líkum að hún muni ditcha rauð-grænu flokkana og hoppa uppí sæng með Venstre i einhverju grand coalition. Sem verður að koma í ljós hvort gerist. En þar væru auðvitað Sósíaldemokratar eins og við þekkjum þá.

En svo er spurningin um hversu effektívar þessar aðgerðir séu er til að stoppa útbreiðsluna og ná böndum á ástandinu. Það er auðvitað eitthvað sem verður bara að koma í ljós, akkúrat núna lítur staðan sæmilega út – nógu sæmilega til að byrja að opna leikskóla og skóla upp til 5. bekks aftur 15. maí. Og Svíar hafa löngum verið álitnir sem í tómu tjóni í þessu – eitthvað sem mér finnst yndislega írónískt. Það gæti þó verið katastrófísk mistök auðvitað í gangi hjá þeim, þótt eftir því sem ég fæ best séð þá var þeirra leið ekki nærri eins galin og talið var. En verður það kannski. Eða leið Danmerkur. Eða ekki. Hver veit? Ég nenni í rauninni ekki inní þennan debat, um hvaða leiðir séu bestar. Ekki af því að mér finnist að fólk megi ekki ræða það og setja spurningarmerki hérna – ég er í alvörunni mun þreyttari á fólkinu sem tuðar yfir og gerir lítið úr “sjálfskipuðum sérfræðingum í þessum málum” en því fólki sjálfu. Augljóslega eru fullt af nötturum og vitleysingum sem vita ekkert um þessi mál að segja einhverja bilaða hluti á netinu – eins og alltaf um öll mál. Það þýðir þó ekki að öll gagnrýnin umræða um þessi mál sé slæm – hvað þá að fólk ætti bara ekkert að ræða þessi né önnur tengd mál eins og margir virðast vilja meina – og þá í einhverjum göfugum tilgangi eins og þeir sjálfir virðast telja. Það væri hin sanna nöttara afstaða að mínu mati: grjóthaldið kjafti bara basically .

Þetta er einmitt einnig einn allra mikilvægasti punkurinn sem ég hefði viljað ná að koma að þarna: í krísum er ávallt mjög sterk krafa um að vera ekki í neinni pólitík, að nú séu fordæmalausir tímar þar sem venjulegar reglur gildi ekki – undantekningarástandið fræga sem Agamben hefur auðvitað lengi rætt og því verið að benda sérstaklega á undanfarið augljóslega. Nú þarf að sýna samstöðu, vera ekki að efast, hugsa, gagnrýna eða spyrja…

Það væri það versta sem við gætum mögulega gert. Það er nákvæmlega á krísutímum sem það er mikilvægara en nokkru sinni. Sem er eitthvað sem elítan skilur mjög vel en almenningur ekki. Eða ekki nægilega allavega. Og það er eitthvað sem verður einfaldlega að breytast mjög hratt.

“Never Let a Serious Crises Go to Waste” eins og Phillip Mirowski titlaði bók sína um síðustu krísu og hvernig nýfrjálshyggjunni tókst að lifa hana af. Þrátt fyrir að „fordæmalaust“ „óvissuástand“ ríki vissulega, þá er sumt sem við getum verið fullkomlega viss um: ef vinstrið notar ekki tækifærið þá gera hinir það – eins og þeir eru þegar byrjaðir á fullu að gera.

Til að taka af allan vafa, þá á ég samt augljóslega ekki við að fólk ætti ekki að fylgja tilmælum sóttvarnarlæknis, þvo hendur eins mikið og hægt er, fara eins lítið út og hægt er, stunda social distancing, eða það sé allt í lagi að fara í sumarbústað eins og eitthvað vonlaust fífl. Augljóslega gerir maður það, allt annað kallast ekki að vera gagnrýninn eða sjálfstætt hugsandi – það kallast að vera douchebag.

Annars er ég búinn að vera að sjá einhverjar hreint út sagt stórfurðulegar umræður og greinar um Bernie Sanders og “ósigur” hans í Bandaríkjunum. Ég verð að fara almennilega útí í það seinna. Verð þó að benda á nokkur atriði. Fyrir það fyrsta að það að tala um ósigur í þessu sambandi er bara óskiljanlegt, pólitísk móbílisering milljóna manna í kringum mjög prógressívar sósíalískar (á USA mælikvarða augljóslega) stefnur, eitthvað sem enginn hefði getað dreymt að væri einu sinni mögulegt einungis fyrir örfáum árum er augljóslega enginn ósigur. Demókrataflokkurinn er augljóslega sá sem tapar hérna með því að velja Biden – á katastrófískan hátt. Hvort sem unnið er eða tapað.

Mikið af umræðunni sem ég hef séð virðist á einhvern furðulegan hátt ganga út frá að Bandaríkin séu fúnkerandi lýðræðisríki.

Því er einnig haldið fram að stétt og stéttahagsmunir eru augljóslega vonlaus áhersluatriði, búið að sanna það í eitt skipti fyrir öll. Og vísað í Corbyn og Labor auðvitað því til stuðningar. Þrátt fyrir að sigur Bidens gæti einfaldlega ekki verið meira illustratívt dæmi um ráðandi hlutverk nákvæmlega þessara atriða. Þessi myopic sýn sem oftast má finna þarna er bara absúrd – á svo margan hátt. Ásamt tímaleysinu sem stjórnmál virðast almennt vera skilin í, eðli stjórnmálahreyfinga, (nýfrjálshyggju) ofurtrúin á frambjóðendur og kosningar, sem er meira „image management“ en nokkurs konar stjórnmál, o.fl. o.fl….

Ætlaði að klára þetta fyrir svefninn, en það er alltof margt í þessu, meira en ég hef orku í núna. Nenni ekki einu sinni að lesa þetta yfir.

Bara eitt að lokum: Demókrata establishmentið sjálft myndi, 100% pottþétt án nokkurs einasta vafa, frekar kjósa Trump en Sanders. Eitthvað sem þeir hlakka yfir ósigri Sanders og telja Biden betri kost mættu alveg velta aðeins fyrir sér.

En köllum þetta teaser fyrir næst, to be continued…

(Titillinn er tilvitnun úr skáldsögu, einni allra bestu allra tíma, eftir kvenkyns rithöfund….facebook leikur sem enginn ætlar nokkurn tímann að vinna virðist vera. Koma svo með þetta!)