Þetta er sem sagt nýja síðan mín sem mun verða fín 🙂
Það hefur skapast sú undarlega hefð (gerist bara óvart) að Kolla (og stundum Jón íšlfur) koma í heimsókn og þá yfirleitt mat á miðvikudagskvöldum. Og það bregst þá ekki að Tískuþrautir eða þarna þátturinn er í sjónvarpinu á meðan við borðum.
Núna á miðvikudaginn gerðist það svo að Kolla var ekki í heimsókn og ég þurfti að horfa á þáttinn með öðru auganum ein!
Kolla, haltu áfram að koma í miðvikudagsheimsóknir!!!
Annars er ég í vinnunni núna. Mér telst svo til að þetta sé ní½st seinasta vinnuhelgin mín hérna, það er svolítið skrýtið, ég er ekki tilbúin í það að sumarið sé að verða búið, mér finnst það bara vera rétt að byrja. Aðrir í svipuðum fíling?
Ég er meira að segja búin að fá pósta frá tilvonandi kennurum um kennsluefni. Skrýtið!
í fyrradag fórum við Hlynur í ísbíltúr með ömmu. Amma át ísinn á tveimur mínútum sléttum. Hún fær hér með verðlaun fyrir hraðát á ís….
Ég sendi Helgu Jónu góða strauma fyrir daginn.