ég er búin að vera með þetta lag á heilanum. Hélt reyndar fyrst að það væri verið að tala um bát en komst svo að því að ég var greinilega ekki nógu mikið irc nörd á sínum tíma.
Er núna í vinnunni á flugvellinum. Það er bara gaman. Er búin að vera að skemmta mér við það að prenta út glósur fyrir tíma á milli þess sem það kemur fólk til mín.
Ég er búin að breyta stundaskránni þannig að núna er ég í bókmenntafræði líka. Jibbý…
Við héldum nýnemakvöld í gær, það heppnaðist bara vel. Reyndar komu bara 3 nýnemar en það er aukning frá því í fyrra þegar það mættu bara 2.
Sigrún var svo elskuleg að baka köku sem var svo skreytt eins og Gotlandssteinn. Hún var voða fín (bæði Sigrún og kakan 🙂 )
Aðalheiður systir hans Hlyns lagði land undir fót í morgun og fór til ítalíu sem skiptinemi og ætlar að vera í ár. Ég væri nú alveg til í að þetta væri ég sem væri á leiðinni. Var smá öfundsjúk… Vona bara að hún hafi það æðislega gott…
 Veðrið í morgun var þannig að mig langaði ekkert að fara á fætur. Langaði bara að vera undir sænginni allan daginn. En ég hef víst ekki samvisku í svoleiðis, ég gæti ekki verið bara sofandi ef að ég ætti að vera að vinna. Hef það bara ekki í mér…
Svo gegnblotnaði ég að sjálfsögðu á leiðinni úr bílnum og inn í hús, fyrir þá sem ekki vita þá er leiðin heljarinnar göngutúr, eins gott að ég var ekki með svaka greiðslu og make-up (eins og það myndi gerast, en samt….)
…Hon heter Anna, Anna heter hon