Við Hlynur fórum í matarboð í flottu, flottu húsi í gær…. Það var líka mjög stórt… svefnherbergið með tilheyrandi baðherbergi og fataherbergi var svipað stórt og húsið okkar. Ekki slæmt það. Borðuðum líka mjög góðan mat. Ég elska að borða góðan mat, það er eitt það besta sem ég geri. Það er líka mjög svekkjandi að borða vondan mat, ég fer á bömmer í viku!
Var að vinna í dag, afgreiddi mikið af grænlenskum börnum og pirruðum konum… Jibbý…
Á að vera að gera verkefni fyrir skólann núna. Er bara alltof tóm. Kem ekki 350 orðum niður á blað. Þau eru reyndar orðin 250 en það er allt bull. Iss…
Mig langar svo til útlanda, sitja í sól með bjór í hönd, það væri ljúft.
Það var verið að tala um matarverð á landinu í fréttunum áðan. Ætli þetta endi ekki þannig að við förum í helgarferðir til útlanda til að versla mat fyrir vikuna/mánuðinn af því að það verður hagstæðara. Hver veit?
Matarverð á íslandi er rúmlega 40% hærra en í nágrannalöndunum. Why????!!!!
Bráðum verður allur matur lúxus. Núna er kjúklingur næstum því munaðarvara, 4 bringur kosta marga, marga peninga.
Mér finnst líka mjög sorglegt að ruslfæði er ódýrara heldur en að kaupa sér hollan og góðan mat.
Það getur bara ekki verið góð þróun!
MatarJóhanna