Þetta minnti mig svo á þig Kristín að ég varð bara að birta það.
Ég er alveg til í smá hitting bráðum 🙂
Húsið mitt
Það vantar næstum ekki neitt
á húsið mitt
næstum ekki neitt
Það vantar á það skorsteininn
Það venst
Það vantar á það veggina
og myndirnar á veggina
Það verður að hafa það
Það vantar ekki margt
á húsið mitt
Það vantar á það skorsteininn
Hann reykir þá ekki á meðan
Það vantar á það veggina
og gluggana
og dyrnar
En það er þægilegt húsið mitt
Gjörið svo vel
Fáið ykkur sæti
Verið ekki hrædd
Við skulum fá okkur bita
brjóta brauðið dreypa á víninu
kveikja upp í arninum
Horfa
nei dást að myndunum
á veggjunum
Gjörið svo vel
gangið inn um dyrnar
eða gluggana
ef ekki bara veggina
(Sigurður Pálsson)