Sumarbústaður

hérEr búin að vera upp í­ sumarbústað að borða nammi, drekka hví­tví­n, horfa á sjónvarpið og vera í­ heita pottinum. Lí­fið gerist held ég bara ekki mikið betra. Þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti á að halda. Gera ekki neitt í­ smástund.

Á föstudaginn var ég samt í­ barnaafmæli hjá Andreu frænku þar sem saman voru komnar rúmlega 15 sex ára stelpur. Gaman, gaman. Ég var í­ því­ að gefa pizzur, hella í­ glös og skera köku. Sumum þeirra fannst ég skera frekar litlar sneiðar og komu aftur og báðu þá um stærri kökusneið. Sem ég útdeildi með gleði 🙂

Seinna um kvöldið var svo Þjóðbrókar hittingur sem var bara nokkuð skemmtilegur. Það voru óttalega margar myndir sem við skoðuðum frá ferðinni og ég get eiginlega ekki sagt annað en að einbeitningin hefði farið fljótlega þar. En þar sem ég var búin að sjá flestar myndirnar áður þá gerði það svo sem ekki mikið til.

Við Cilia brunuðum í­ Keflaví­kina á fimmtudag og fórum í­ heimsókn til Sigrúnar í­ hálfgerðan saumaklúbb. Ég hafði aldrei komið til hennar áður og var mikið að dást að fí­na húsinu hennar. Held því­ áfram hér 🙂

Er núna að reyna að gera verkefni fyrir Menningarheima áfangan. Þetta eru frekar undarleg verkefni, þetta eiga að vera dagbókarfærslur en þetta á að vera frumlegt en ekki of frumlegt og við eigum að nota efni úr tí­manum en megum ekki nota glósurnar. Ég skil ekki neitt í­ neinu í­ þessu.

Við vorum að læra um trú sem er að verða mjög útbreidd í­ Bandarí­kjunum (veit ekkium önnur lönd). Hún sagði fyrirlesarinn að um 40% Bandarí­kjamann trúi á þetta. Þið getið til dæmis lesið um þetta hér