Ég vill byrja á því að óska öllum þjóðfræði börnum sem hafa fæðst að undanförnu til hamingju með komuna 🙂
Annars er bara fínt að frétta af mér. Var að borða gott læri í boði móður minnar. Lífið er alltaf gott eftir góðan mat. Ég fór á smá tjútt á föstudaginn með Helgu Jónu og skemmti mér bara helvíti vel. Kvöldið var alls ekki planað sem tjútt. Ég sat heima hjá Kollu og át pizzu og spilaði síðar Catan og hafði hugsað mér að fara að sofa eftir það en þá kom Helga eins og stromsveipur og dró mig út á lífið. Hittum aðeins Kristínu líka, það var ekki fyrir mikilli gleði fyrir að fara á þeim bænum. Ég vona að hún hafi nú fundið gleðina.
Mest spennandi fréttir sem ég hef eru þær að ég er að fara til Kúbu. vúhú… Um áramótin í 8 daga með þeim ágætu ferðafélögum Hlyni, mömmu og í–nnu Rán. Ég geri mikla ráð fyrir að ferðin verði sú elskulegasta.
Ég er líka orðin SOS foreldri. Stelpan „mín“ heitir Ester og er sex ára gamall Afríkubúi. Ekki amalegt það….
Annars er ég bara búin að vera að vinna.
Afrekaði það að fara til Kef. um daginn en gerði lítið annað en að horfa á A.N.T.M og skoða Kúbuferðir 🙂 Og það er bara aldrei að vita nema að Sigrún vinkona verði bara líka um borð í þeirri vél…
Langaði að fara á ostadagana í Vetrargarðinum í Smáralind en fattaði það náttúrlega þegar ég var ekki í aðstöðu til að fara. Bömmer!
Ég er að fara til Kúbu, ligga, ligga lá….