Mánaðarskipt færslusafn fyrir: maí 2007

Made in the 80’s :)

Þú ert 90´s krakki ef…

Þú getur klárað þessa setningu [ice ice _ _ _ _ ]
Þú manst eftir því­ þegar það var ennþá spennandi að vakna á laugardagsmorgnum til að horfa á barnaefnið…
Þú færð ennþá „urge“ til að segja „NOT“ á eftir næstum því­ öllu
Það var gert út um málin með „steinn skæri blað“ eða „ugla sat á kvisti“…
Þegar lögga og bófi var daglegt brauð
Þegar við vorum vön að hlýða foreldrum okkar…
Þú hlustaðir á útvarpið allan liðlangan daginn til að bí­ða eftir uppáhaldslaginu þí­nu, til að taka það upp á kasettutækið.. hahaha vá hvað ég kannast við þennan!
Þú manst eftir því­ þegar Super Nintendos og Sega Genisis urðu vinsælir
Þú horfðir alltaf á America’s Funniest home videos
Þú horfðir á Home Alone 1, 2, og 3 og reyndir að gera sömu trikk
Þú manst eftir því­ þegar Jójó voru kúl
Þú horfðir á Batman, Aladí­n, Turtles og Pónýhestana…
Þú manst eftir sleikjóunum sem voru á hring til að hafa á puttanum..
Þú manst þegar það áttu ekki allir geislaspilara
Þú bjóst til gogg þegar þú varst lí­till…
Þú áttir tölvugæludýr …eða Furbie
Þú hefur ekki alltaf átt tölvu, og það var töff að vera með Netið
Og Windows ’95 var best
Michael Jordan var aðal hetjan..
Kærleiksbirnirnir
Þú safnaðir lukkutröllum
Og áttir vasadiskó
Þú kannt Macarena dansinn utanað
Þú veist af hverju 23 er kúl tala
íður en að Myspace varð vinsælt
Enginn vissi hvað sms var..
íður en ipod kom til sögunnar
íður en PlayStation 2 og Xbox voru til,
Þegar strigaskór með blikkljósum voru málið
Og þú leigðir spólur, ekki dvd
Og það var eiginlega enginn með sí­manúmerabirti
Og þegar við hringdum í­ útvarpið til að reyna að fá uppáhalds lagið okkar spilað til að hlusta á í­ vasadiskóinu

Flest af þessu kannast ég við og annað finnst mér frekar eiga við það að vera 80’s krakki.

Ferðahelgin mikla :)

Rósa, ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér með útlitsdýrkun Keflví­kinga, einhversstaðar las ég það að á Suðurnesjum séu flestar hárgreiðslustofur á haus á landinu. Alltaf gaman í­ klippingu 🙂

Og ég held að það séu lí­ka flestu bí­lalúgur á haus, sem er mjög hentugt reyndar, skil ekki af hverju það eru ekki fleiri í­ Reykjaví­k!

En yfir helgina fór ég á rúnt með Hlyni og mömmu á Stokkseyri og Eyrarbakka. Við skoðuðum Draugasetrið og ílfa, trölla og Norðurljósasetrið lí­ka. Draugasetrið var mjög flott, eins og það hefur verið þegar ég hef skoðað það áður en ég var ekki alveg jafn sátt með hitt safnið. Það var mjög flott en ég bjóst einhvernveginn við meira, að það væru fleiri sögur eða að hver og einn hluti yrði útskýrður. En það gæti lí­ka verið að safnið sé enn í­ þróun. Ég fer allavega örugglega seinna til að athuga með breytingar 🙂

Svo komum við að sjálfsögðu við í­ Eden á leiðinni tilbaka, bara svona af því­ að það er það sem maður gerir þegar maður á leið um Hveragerði. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá Bóbó í­ kassanum þarna. Hann gerir mig glaða 🙂

Við Anna Rán og mamma plús hundar fórum svo á Þingvelli í­ gær og spókuðum okkur. Það var mjög fí­nt og var eldri hundurinn mun sprækari en sá yngri, hljóp og hljóp. Þess má geta að um sjö ár eru á milli þessara hunda og þykir það bara nokkuð þegar maður er hundur!

Ég fór svo í­ matarboð til Tuma og Bjarteyjar í­ gær og borðaði mjög góðan mat og sí­ðan á sjóræningjamyndina í­ bí­ó. Hún var ekki 900 kr. virði! Það er alltof dýrt í­ bí­ó…

Þessa stundina er ég að reyna að hunsa það að það sé drasl heima hjá mér og gera allt annað en að taka til… Þetta allt annað er samt eiginlega bara að hanga í­ tölvunni… Vúhú!

Skólinn búinn

Ég er búin að vera glataður bloggari en núna er skólinn búinn þannig að allt er á hraðri uppleið í­ þeim efnum 🙂
Sí­ðan ég bloggaði sí­ðast er ég búin að fara í­ tvær utanlandsferðir, ég fór til London með mömmu og í–nnu Rán fyrir páska og svo fórum við Hlynur núna um helgina til Glasgow og kí­ktum til Edinborgar í­ leiðinni. Báðar ferðirnar voru mjög góðar 🙂

Ég fer að vinna upp á flugvelli í­ sumar eins og svo oft áður og byrja þar í­ næstu viku. Þangað til eru allir velkomnir að koma í­ heimsókn eða bjóða mér á kaffihús 🙂 Ekki að það megi ekki þegar ég er byrjuð að vinna en ég mun hafa meiri tí­ma núna fyrir ykkur…