Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júní 2007

Kertavaka

Ég fékk þetta lánað frá Hundaspjallssí­ðunni:

Mánudaginn 28. maí­ sí­ðastliðinn slapp tæplega ársgamall Chinese Crested hundur frá eiganda sí­num á Akureyri. Eigendur Lúkasar litla leituðu hundsins dags og nætur, og voru jafnvel farin að sofa útivið í­ von um að hundurinn kæmi nálægt.

Á Bí­ladögum á Akureyri, 15. – 17. júní­ sást til ungra drengja með hundinn, en þeir höfðu þá fundið hundinn og eignað sér hann. Málið var nú orðið að lögreglumáli. Leitinni lauk svo þegar myndir úr öryggismyndavél sýndu drengina setja hundinn ofan í­ í­þróttatösku og spörkuðu þeir töskunni á milli sí­n þar til hundurinn var allur.

Þetta er hræðinlegt voðaverk sem enginn manneskja með hjarta getur skilið. Drengirnir fá vonandi sí­na refsingu fyrir þetta ní­ð.

Hundavinum stendur ekki á sama. Við ætlum að sýna samhug í­ verki og vera með minningarathöfn fyrir Lúkas litla. Haldin verður kertavaka á 2 stöðum á landinu á sama tí­ma í­ kvöld, kl. 20:00. Hún verður haldin á Geirsnefi í­ Reykjaví­k, og hjá Blómavali og Húsasmiðjunni á Akureyri.

Við viljum bjóða öllum sem finnst þetta mál viðbjóðslegt, að syrgja með okkur. Það skiptir ekki máli hvort þið eigið hunda, ketti, páfagauka, naggrí­si eða ekkert dýr. Það verður að vekja athyggli á þessu hræðinlega máli.

Vonandi sjáumst við sem flest.

Kveðja,
Hundavinir.

Ég trúi bara ekki að fólk geti gert svona ljóta hluti!!!

Tilraun

í gær gerði ég tilraun. Þegar hún byrjaði var það ekki einu sinni tilraun heldur leit það út fyrir að vera góð hugmynd, ég veit ekki alveg af hverju.

Hugmyndin var sem sagt að fá mér pulsu á leiðinni í­ vinnuna í­ gær, hljómar ágætlega ekki satt?

Það var sem sagt ekki góð hugmynd heldur endaði á því­ að ég þurfti að skipta um alklæðnað þegar ég mætti í­ vinnuna!!

Það mætti halda að ég hefði gleymt því­ að ég er subba!!

Farin í­ hundana

Núna er ég útlærð í­ því­ hvernig hundasýningar fara fram og hvaða borði þýðir hvað ( það eru sko margir litir og þeir hafa allir mismunandi merkingu). Ég fór á hundasýningu bæði lau. og sun. og skemmti mér ágætlega. Hann Leó hennar í–nnu Ránar var að sýna á lau. og auðvitað mætti ég í­ klapplið þá. Á sunnudaginn mætti ég lí­ka til að vera í­ öðru klappliði hjá henni Brögu. Auðvitað gekk báðum hundum vel 🙂

Ég og Hlynur áttum mjög gott kvöld í­ gær, við fórum og fengum okkur að borða og fórum svo í­ bí­ó á Shrek, sem var mjög góð. Kvöldið endaði svo á því­ að við fengum okkur í­s og svo í­ göngutúr með Patta, sem var aldrei þessu vant sprækur og alveg til í­ að hlaupa um.

Þetta kalla ég góða eyðslu á sunnudagskvöldi.

Prik dagsins fær sá sem færði sig út í­ öxl á Reykjanesbrautinni í­ dag. Hann fær klapp fyrir að kunna að nota axlirnar. Það er fátt sem fer jafn mikið í­ taugarnir á mér og fólk sem keyrir alltof hægt og býr til bí­laraðir fyrir aftan sig í­ stað þess að færa sig út í­ öxl…

HundaJóhanna

Eden

Halló krakkar!

Á ég að segja ykkur brandara?

Af hverju eru hreindýr með horn?

-Þau væru svo ljót með rúnstykki.

Ha, ha, ha, ha, ha

Ha, ha, ha, ha, ha

Gleymdu ekki gjöfinni

Bleikur fí­ll

Spólan sem talað var um í­ seinasta bloggi var tekinn á virðulegri reykví­skri stofnun svo að það sé á hreinu 🙂

Það er ekki gaman þegar það er sól og blí­ða og ég sit hér og horfi á sólina í­ gegnum gler…

Um helgina átti ég frí­ og það var nýtt til hins ýtrasta. Ég djammaði föstudags og laugardagskvöld, og fór meira að segja niður í­ bæ bæði kvöldin… kraftur í­ mér bara 🙂

Á laugardaginn fór ég svo á tattúhátí­ðina með Stefaní­u og Kollu og skemmti mér vel þrátt fyrir mikinn hita inn á svæðinu. Þessi hátí­ð gerði ekkert til að minnka löngun mí­na í­ nýtt tattú sem verður bara meiri og meiri. Það fer að styttast í­ að það fari á sinn stað 🙂

Á sunnudeginum fórum við Kolla svo á Ví­kingahátí­ðina í­ Hafnarfirði og horfðum á sæta ví­kinga. Mér fannst nú samst soldið mikið að þurfa að borga inn á markað en þannig virkar þetta ví­st.

Ég kí­kti svo á kaní­nurnar Doppu og Pæju sem eru nýjir fjölskyldumeðlimir Tuma og félaga. Ég var búin að gleyma hvað kaní­nur eru sætar og mjúkar.

Á morgun mun ég svo fara með frí­ðu föruneyti (bæði sætu og skemmtilegu) út að borða og meira að segja í­ fordrykk.

Svona á að gera þetta 🙂

Vinni, vinn

Núna er ég bara að vinna á flugstöðinni en á frí­helgi núna ef einhver vill leika við mig 🙂

Og tek á móti bjór og slúðri alla helgina…

Ég og minn heittelskaði leigðum okkur spólu um daginn sem gerist nú ekki oft. Það sem mér fannst blóðugast var að borga 650 kr. fyrir mynd sem er ekki einu sinni með í­slenskum texta!!!
Þó að ég skilji nú ensku þá finnst mér betra að hafa texta og finnst bara að hann eigi að vera þegar ég leigi spólu…

Bara svona ef að einhverjum langaði að vita það

Ég ætla að halda áfram að brosa sætt og sjá hvort að einhver komi og tali við mig 🙂