Spólan sem talað var um í seinasta bloggi var tekinn á virðulegri reykvískri stofnun svo að það sé á hreinu 🙂
Það er ekki gaman þegar það er sól og blíða og ég sit hér og horfi á sólina í gegnum gler…
Um helgina átti ég frí og það var nýtt til hins ýtrasta. Ég djammaði föstudags og laugardagskvöld, og fór meira að segja niður í bæ bæði kvöldin… kraftur í mér bara 🙂
Á laugardaginn fór ég svo á tattúhátíðina með Stefaníu og Kollu og skemmti mér vel þrátt fyrir mikinn hita inn á svæðinu. Þessi hátíð gerði ekkert til að minnka löngun mína í nýtt tattú sem verður bara meiri og meiri. Það fer að styttast í að það fari á sinn stað 🙂
Á sunnudeginum fórum við Kolla svo á Víkingahátíðina í Hafnarfirði og horfðum á sæta víkinga. Mér fannst nú samst soldið mikið að þurfa að borga inn á markað en þannig virkar þetta víst.
Ég kíkti svo á kanínurnar Doppu og Pæju sem eru nýjir fjölskyldumeðlimir Tuma og félaga. Ég var búin að gleyma hvað kanínur eru sætar og mjúkar.
Á morgun mun ég svo fara með fríðu föruneyti (bæði sætu og skemmtilegu) út að borða og meira að segja í fordrykk.
Svona á að gera þetta 🙂