Núna er ég útlærð í því hvernig hundasýningar fara fram og hvaða borði þýðir hvað ( það eru sko margir litir og þeir hafa allir mismunandi merkingu). Ég fór á hundasýningu bæði lau. og sun. og skemmti mér ágætlega. Hann Leó hennar í–nnu Ránar var að sýna á lau. og auðvitað mætti ég í klapplið þá. Á sunnudaginn mætti ég líka til að vera í öðru klappliði hjá henni Brögu. Auðvitað gekk báðum hundum vel 🙂
Ég og Hlynur áttum mjög gott kvöld í gær, við fórum og fengum okkur að borða og fórum svo í bíó á Shrek, sem var mjög góð. Kvöldið endaði svo á því að við fengum okkur ís og svo í göngutúr með Patta, sem var aldrei þessu vant sprækur og alveg til í að hlaupa um.
Þetta kalla ég góða eyðslu á sunnudagskvöldi.
Prik dagsins fær sá sem færði sig út í öxl á Reykjanesbrautinni í dag. Hann fær klapp fyrir að kunna að nota axlirnar. Það er fátt sem fer jafn mikið í taugarnir á mér og fólk sem keyrir alltof hægt og býr til bílaraðir fyrir aftan sig í stað þess að færa sig út í öxl…
HundaJóhanna