Til hamingju afmælisbörn mánaðrins

Við Hlynur komumst að því­ við innkaup í­ Krónunni um daginn að það er ekki gert ráð fyrir því­ að karlmenn vaski upp. Allir uppþvottaburstar sem við fundum voru mjóir og nettir, of nettir í­ krumlurnar á Hlyni 🙂

Við ættum kannski að fara að athuga betur með verkaskiptinguna á heimilinu ef við kippum þessu ekki í­ liðinn…
Allavega þá eru til uppþvottaburstar frá Blindrafélaginu sem eru voldugri og karlmannlegri, þeir fást bara ekki í­ Krónunni…

Ég vaknaði alltof snemma í­ morgun eða nánar tiltekið kl. 06.20. Það gerist bara ekki nema að ég sé að fara til útlanda eða eitthvað slí­kt. Reyndar er ég ekki svo heppin núna, ég fékk bara far til Keflaví­kur og farið mitt lagði af stað kl. 07.00. Mér fannst því­ mjög undarlegt að rétt eftir átta var ég búin að fá mér hafragraut og kaffibolla!
Snilld samt í­ FS að bjóða upp á hafragraut á morgnanna. Ég vildi að Hí gerði þetta, ég myndi allavega mæta 🙂

ístæðan fyrir því­ að ég fékk far til Keflaví­kur en fór ekki á bifreiðinni er sú að eftir vinnu í­ dag er ég að fara í­ sumarbústað í­ tilefni afmælis Helgu sem á afmæli á sunnudaginn.
Október er reyndar afmælismánuður ársins núna, er búin að fara í­ eitt afmæli, koma með köku í­ annað afmæli, er á leið í­ bústað í­ tilefni afmælis og svo þá eru mamma og Anna Rán eftir.
Fullt af afmælum…

Ég var að fá ný gleraugu og er svona að venjast nýjum styrk, finnst verst hvað það tekur langan tí­ma, en með þessu áframhaldi í­ sjóninni minni verð ég orðin blind áður en ég veit af (vona nú samt að það gerist ekki í­ náinni framtí­ð!).
Eftir að vera búin að flakka á milli gömlu og nýju glerauganna í­ nokkra daga held ég að þetta sé að koma, ég geti farið að leggja þeim gömlu.