Ég bið þjóðfræðinema (þá fáu sem mættu) afsökunar á að hafa ekki komist í gær í keiluna. Ég fór út að borða með glæstum píum á Óliver í tilefni þess að hún Helga átti afmæli. Reyndar átti hún Sigrún afmæli nokkrum dögum áður (og bauð okkur í himneskar veitingar) þannig að ferðin var nú að nokkru leiti henni til heiðurs líka.
Ég í mínum plebbaskap hafði aldrei áður farið á Óliver, ég var þó búin að heyra alls kyns sögur og vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég loksins lét sjá mig þar.
Ég verð eiginlega að segja að mér fannst staðurinn ágætur en mér fannst maturinn ekki sérstakur. Ég held að af þeim átta sem voru við borðið og borðuðu með mér hafi tvær verið virkilega hrifnar af matnum. Mér finnst það nú heldur lítið miðað við fjölda og að maturinn er nú ekki ókeypis heldur. Bjórinn var líka dýr þannig að ég er nú ekkert viss um að ég fari þangað aftur í bráð.
Eftir að vera búnar að sitja þarna í nokkra klukkutíma þá kom að þessu hefðbundna „hvert eigum við að fara“. Þetta var ekki alveg djammdagurinn minn í gær þannig að ég ákvað eiginlega bara að stinga af eftir að vera búin að kíkja inn á nokkra staði með þeim. Mig langaði alveg að djamma en nennti eiginlega ekki að standa í því. Kannast einhver við þá tilfinningu?
Allavega þá fór ég bara heim en stelpurnar héldu áfram. Svo vakna ég kl. 7 í morgun við símann og dyrabjölluna. Þá voru þær að veltast heim. Þetta kalla ég nú úthald!
Verð eiginlega að segja að ég fékk smá öfundartilfinningu yfir að hafa ekki verið á djamminu en var öllu glaðri þegar ég vaknaði aftur til að fara í vinnuna og leið þá bara ekkert illa…
Góð skýrsla ekki satt?
Nú sit ég hjá henni Andreu á bauninni sem þykist ekki vilja fara að sofa, það er erfitt að vera sex ára!!