Rósa, ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér með útlitsdýrkun Keflvíkinga, einhversstaðar las ég það að á Suðurnesjum séu flestar hárgreiðslustofur á haus á landinu. Alltaf gaman í klippingu 🙂
Og ég held að það séu líka flestu bílalúgur á haus, sem er mjög hentugt reyndar, skil ekki af hverju það eru ekki fleiri í Reykjavík!
En yfir helgina fór ég á rúnt með Hlyni og mömmu á Stokkseyri og Eyrarbakka. Við skoðuðum Draugasetrið og ílfa, trölla og Norðurljósasetrið líka. Draugasetrið var mjög flott, eins og það hefur verið þegar ég hef skoðað það áður en ég var ekki alveg jafn sátt með hitt safnið. Það var mjög flott en ég bjóst einhvernveginn við meira, að það væru fleiri sögur eða að hver og einn hluti yrði útskýrður. En það gæti líka verið að safnið sé enn í þróun. Ég fer allavega örugglega seinna til að athuga með breytingar 🙂
Svo komum við að sjálfsögðu við í Eden á leiðinni tilbaka, bara svona af því að það er það sem maður gerir þegar maður á leið um Hveragerði. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá Bóbó í kassanum þarna. Hann gerir mig glaða 🙂
Við Anna Rán og mamma plús hundar fórum svo á Þingvelli í gær og spókuðum okkur. Það var mjög fínt og var eldri hundurinn mun sprækari en sá yngri, hljóp og hljóp. Þess má geta að um sjö ár eru á milli þessara hunda og þykir það bara nokkuð þegar maður er hundur!
Ég fór svo í matarboð til Tuma og Bjarteyjar í gær og borðaði mjög góðan mat og síðan á sjóræningjamyndina í bíó. Hún var ekki 900 kr. virði! Það er alltof dýrt í bíó…
Þessa stundina er ég að reyna að hunsa það að það sé drasl heima hjá mér og gera allt annað en að taka til… Þetta allt annað er samt eiginlega bara að hanga í tölvunni… Vúhú!