Kertavaka

Ég fékk þetta lánað frá Hundaspjallssí­ðunni:

Mánudaginn 28. maí­ sí­ðastliðinn slapp tæplega ársgamall Chinese Crested hundur frá eiganda sí­num á Akureyri. Eigendur Lúkasar litla leituðu hundsins dags og nætur, og voru jafnvel farin að sofa útivið í­ von um að hundurinn kæmi nálægt.

Á Bí­ladögum á Akureyri, 15. – 17. júní­ sást til ungra drengja með hundinn, en þeir höfðu þá fundið hundinn og eignað sér hann. Málið var nú orðið að lögreglumáli. Leitinni lauk svo þegar myndir úr öryggismyndavél sýndu drengina setja hundinn ofan í­ í­þróttatösku og spörkuðu þeir töskunni á milli sí­n þar til hundurinn var allur.

Þetta er hræðinlegt voðaverk sem enginn manneskja með hjarta getur skilið. Drengirnir fá vonandi sí­na refsingu fyrir þetta ní­ð.

Hundavinum stendur ekki á sama. Við ætlum að sýna samhug í­ verki og vera með minningarathöfn fyrir Lúkas litla. Haldin verður kertavaka á 2 stöðum á landinu á sama tí­ma í­ kvöld, kl. 20:00. Hún verður haldin á Geirsnefi í­ Reykjaví­k, og hjá Blómavali og Húsasmiðjunni á Akureyri.

Við viljum bjóða öllum sem finnst þetta mál viðbjóðslegt, að syrgja með okkur. Það skiptir ekki máli hvort þið eigið hunda, ketti, páfagauka, naggrí­si eða ekkert dýr. Það verður að vekja athyggli á þessu hræðinlega máli.

Vonandi sjáumst við sem flest.

Kveðja,
Hundavinir.

Ég trúi bara ekki að fólk geti gert svona ljóta hluti!!!