Rauðhetta

Eftir mikla umhugsun hef ég rekist á nokkrar misfellur í hinu klassíska ævintýri Rauðhetta.

Í fyrsta lagi: Af hverju át Úlfurinn ekki Rauðhettu þegar hún var komin út af stígnum? Af hverju þurfti hann að bíða?
Í öðru lagi: Af hverju spurði Rauðhetta ekki hvers vegna “Amma” væri svona loðin?
Og í þriðja lagi: Af hverju tugði hann ekki Rauðhettu og Ömmu hennar?
Og ég skal leyfa fólki að skrifa athugasemdir og dást að mínum frábæru athugasemdum.

Óli Menningarviti

2 thoughts on “Rauðhetta”

  1. Ömmur eru náttúrulega miklu betri forréttur en Rauðhettur af því þær eru svo loðnar. Nú, og ef úlfurinn hefur verið orðinn nógu gamall til þess að leika ömmu þá er næsta víst að hann hefur verið orðinn tannlaus fyrir löngu.

  2. -Mér dettur helst í hug að þú hafir gert merka uppgötvun. -Sennilega er sagan dæmisaga.

    1. Kannski var úlfurinn ekki svangur á því augnabliki.

    2. Mögulega var Rauðhetta blind.

    3. Sennilega voru Rauðhetta og amma hryggleysingjar.

Leave a Reply