Síminn

Miðað við það sem ég hef heyrt þá er skeytið sem ég sendi Árna Pétri frænda (reyndar ekki beint frændi heldur svona óbeint) aðfaranótt sunnudags ekki komið, hugsanlega kemur það ekki fyrr en á morgun, þeir eru ekki fyrir að koma svona hlutum til skila á „rauðum dögum“. Er það nokkuð óeðlilegt? Er nokkurn tíman sem fólk heldur upp á áfanga á þessum „rauðu dögum“? Reyndar aðallega þessar fermingar og útskriftir en fólk sendir ekki skeyti á svoleiðis dögum… er það nokkuð?
Ég ætla að vona að þetta sé ekki satt sem ég var að heyra og að skeytið hafi komist til skila. Helvítis Síminn, allavega var hann þá hundlengi að koma þessu til skila ef þetta þá komst í gær.