Færsla númer 50

Á mánudaginn fyrir viku þá setti ég inn fyrstu færsluna á þessa síðu, nú er svo komið að ég er á færslu númer 50. Þetta verður að teljast einhvers konar geðveiki, ég er örugglega kominn á sama stig og Marvin í þessu (reynda aktívari en Marvin er þessa daganna).

Það er á vissan hátt frelsandi að vera ekki á Molunum, maður hugsar ekki um hve ofarlega maður sé, hve áhugaverð fyrirsögnin er. Miklu meira að skrifa fyrir sjálfan sig. Ég vona að ég haldi þetta út þegar ég er kominn aftur inn á Molanna. Gestum fer nú fækkandi enda þekki vel hvað verður um þá sem maður er vanur að lesa ef þeir fara af Molunum, hægist smá saman á heimsóknunum og síðan man maður varla eftir því að heimsækja þá.

Vona að Bjarni fari að koma sér í að uppfæra Molanna (en ég veit að hann er mjög bissí þessa daganna enda að slá í gegn á alheimsvísu, þá get ég sagt að ég hafi séð hæfileikana á undan hinum, meiraðsegja verðlaunað hann).

Það er jafnvel spurning hvort einhver möguleiki sé á því að Bjarni geti kennt einhverjum góðum netnörd hvernig á að uppfæra. Þeir eru örugglega til staðar, nú veit ég bara ekki hvort þetta sé eitthvað sem sé einungis hægt að gera í tölvunni hans Bjarna eða það dugi að hann veiti fólki aðgang að því.

Sem minnir mig á það að ég er sífellt að kíkja hvort ég sjái Unni hans Bjarna þegar ég fer í Kringluna, fannst ég sjá hana síðast en var ekki viss… Verð að finna myndir af henni til að vera viss.

Jamm. Þetta var færsla númer fimmtíu.