Mótmæli á 17. júní, aftur

Ekki var ég að mótmæla núna en einhverjir gerðu það. Ég sá ekki neinn á myndinni sem ég þekkti en hún var ekki í góðum gæðum. Mogginn segir tíu manns svo maður hlítur að geta margfaldað það eitthvað.

Í fyrra vorum við of mörg til þess að lögreglan gæti fjarlægt okkur.

Hvers vegna má ekki nota svona tækifæri til þess að mótmæla? Er þetta ríkisskipuð hamingjustund? Enginn má sýna fram á að hann sé óánægður. Hvers vegna þarf að fá sífelld leyfi fyrir mótmælum? Þetta er náttúrulega eðli Norðurlandanna í heild sinni, mótmælendur hér eru yfirleitt alltof kurteisir. Það er hægt að hafa friðsöm mótmæli án þess að fylgja fyrirmælum lögreglunnar. Mótmælin í dag voru dæmi um það.

Af hverju var ég ekki látinn vita?