Er nútíminn trunta?

Gamla minnti mig á svoltið sem ég var að einmitt að rifja upp í dag. Fyrir nokkrum árum var ég á irc-rás kennda við Queen þar sem einn unglingurinn var að syrgja það að hafa ekki verið uppi meðan Queen var vinsæl. Kall sem stundaði rásina sagði að nútíminn væri fínn, áttundi áratugurinn hefði verið fullur af ljótum fötum og níundi áratugurinn fullur af uppum.

Sem minnir mig á Köttinn sem kvartar yfir fötum nútímans, ég er einn þeirra sem er algerlega á móti því að klæða mig upp. Ég er ekki jakkafatamaður, ég er ekki smókingmaður, ég er gallabuxur (eða einhverjar aðrar einfaldar buxur) og bol maður. Paul Newman brenndi smókinginn sinn þegar hann varð 75 ára, mér finnst óþarfi að bíða svo lengi. Þið munið aldrei sjá mig fínni en fínar buxur og skyrta (ekkert hálstau).

Leave a Reply