Frjálshyggjan er trunta

Það að sjá frjálshyggjugaura, sjálfstæðismenn og aðra leiðindaskarfa væla yfir hinum og þessum sem er nýorðinn ríkur er óborganlega fyndið. Einhvern veginn fara þeir menn sem hafa farið leið kapítalismans á toppinn ægilega í taugarnar á þessum hægri mönnum. Ég veit ekki alveg af hverju það er verra að hafa beitt fólk fantabrögðum til þess að verða ríkur heldur en að hafa erft peninga frá pabba sínum (afa eða hvað sem er) sem eignaðist peninga með því að beita fólk fantabrögðum. Sérstaklega er lítill munur þegar erfinginn heldur áfram að nota svipuð fantabrögð en er bara betur falinn.

Leave a Reply