Gleður hjartað

Á leið minni úr vinnunni fór ég asnalega leið en það margborgaði sig þegar ég sé hetjuna mína Helga Hó. Hann stóð á svipuðum slóðum og þegar ég fór að tala við hann fyrir rétt rúmu ári síðan. Hann var með nýtt skilti:
Blóð
Bush
Dóri
Davíð
Ég veifaði til hans og sýndi með þumalfingrinum ánægju mína með boðskapinn. Hann lyfti skiltinu til að móttaka kveðju mína.

Leave a Reply