The Quik and the Milk

Í mörg ár hef ég reynt að finna kakóduft sem er jafn gott og Quik var. Nesquik hefur aldrei fallið að mínu geði. Einu sinni var til eitthvað frá einhverri íslenskri verksmiðju sem var fínt en þeir breyttu síðan formúlunni uppúr þurru, það ætti að skjóta fólk sem gerir svoleiðis. Ég tók í gær og gerð heiðarlega tilraun með Hershey´s Chocolate Milk Mix og viti menn, það virkaði. Mjög svipað Quik.

Verst að maður þarf að blanda það með þessari sora-Reykjavíkurmjók. Hvernig þolið þið að drekka þetta og borða þessar mjólkurvörur? Bjargar það ykkur að það fást nokkrar KEA mjólkurvörur hérna?