Umræður um valdníðslu lögreglunnar í Kastljósinu

Lögreglumaðurinn í Kastljósinu flutti skýran boðskap. Lögreglan gerir það sem henni sýnist með þá afsökun að þeir séu að verja allsherjarreglu (sem er hugtak sem þeir geta ekki útskýrt). Hápunkturinn var þó líklega þegar hann talaði um að hugsanlega hefði getað komið til átaka milli þeirra sem voru að mótmæla og einhverra sem voru á móti mótmælunum (sem maður tók ekki eftir á myndunum sem voru sýndar). Reyndar sá maður líka á myndunum að lögreglan var ekkert að hafa fyrir því að biðja alla um að hætta mótmæla, byrjað var á að rífa af þeim skiltin.

Þetta er svo augljóst mál og vel stutt af konunni frá Mannréttindastofu (eða hvað sem það heitir) að umræður ættu að vera óþarfar, þú þarf skýra lagastoð til að takmarka tjáningarfrelsi, það var ekki hægt að benda á neitt í þessu sambandi. Ímynda sér að hann kom með hátíðardagskráina einsog hún væri einhver heillög lög sem ekki mætti brjóta. Er skráð í dagskránna að það megi ekki mótmæla? Er skráð í dagskránna að það megi til að mynda klappa? Voru þögul mótmæli ósamrýmanleg hátíðardagskránni?
Það þarf að hreinsa til hjá lögreglunni og það verður ekki gert meðan sjálfstæðisflokkurinn er við völd.