Rétt fyrir hádegi í gær fórum við af stað að hitta afa, ömmu og Ástu Hönnu frænku Eyglóar í sumarbústað sem þau eru í rétt hjá Hreðavatni. Við komum reyndar við í Borgarnesi til að kaupa tannbursta í stað þeirra sem gleymdust (ég fæ munnangur þegar ég sleppi tannburstun).
Við komum í bústaðinn rétt eftir klukkan eitt en stoppuðum stutt. Við fórum öll fimm að skoða áhugaverða staði í Borgarfirði. Fyrsta stoppið var við Hraunfossa og Barnafoss. Ég gerði Eygló dauðhrædda með því að fara á tæpasta vað í myndatökum.
Eftir fossana fórum við í Reykholt (ómalbikaða leið af óljósum ástæðum). Merkilegast fannst mér að sjá hve langt á undan samtíð sinni Snorri var að mörgu leyti (þegar myndir verða komnar inn þá skiljið þið þetta). Fornleifafræðingar í Reykholti virðast líka vera að fara öruggu leiðina til að finna mannvistarleifar með því að grafa kirkjugarðinum. Þetta leiðir líka til þess að fréttamenn geta fengið betri upplýsingar um þau mannabein sem finnast, allavega nafn og dánarár.
Við snerum aftur í bústaðinn.
Um kvöldið var grillað, farið í pott og spiluð kínversk skák (má nota jóker til að tákna tígulsexu ef allar tígulsexur eru þegar komnar í borð?). Amma Eyglóar notaði þá klóku taktík að þykjast ekki vera búin að ná spilinu og náði síðan að taka spilið á lokasprettinum eftir harða baráttu við Eygló.
Í morgun var farið aftur af stað, fyrst í Borgarnes þar sem ég sýndi fólki helstu kennileiti staðarins. Kettir í Skallagrímsgarði vöktu lukku, breyting gamla kaupfélagsins í íbúðarblokk vakti undrun.
Eftir að hafa borðað mat í Hyrnunni var farið á Hvanneyri. Ullarselið vakti ekki mikinn áhuga hjá mér en Þúfnabaninn var myndaður í bak og fyrir. Kertaljósið var ekki heldur ótrúlega spennandi. Mínígolfbrautin var sú flottasta sem ég hef séð, hefði viljað taka hring þar, alveg til fyrirmyndar. Við Eygló fórum í kirkjugarðinn að vanda. Hann var mjög spes, ekkert skipulag sjáanlegt. Ný og gömul leiði voru á víxl. Síðan var bara skógrækt þarna með leiðum í miðjum skógi. Þau fóru síðan og skoðuðu kirkjuna.
Við brunuðum næst til Akranes og skoðuðum söfnin. Íþróttasafnið var mjög áhugavert fyrir þá sem hafa pervers áhuga á búningum frægra íþróttamanna. Reyndar var flott að sjá hvað silfurstökkið hans Vilhjálms var langt. Steinasafnið vakti ekki lukku hjá mér. Reyndar fyndið að sjá líkan af Hvalfjarðargöngunum þar sem hafði verið troðið inn bíl sem var hlutfallslega alltof stór og virtist vera fastur. Byggðasafnið fannst mér vera hálfgert overkill, alltof mikið af svipuðum gripum og í raun bara alltof mikið af gripum yfir höfuð.
Eftir þetta fórum við heim á leið, síðan komum við heim.
Myndir úr ferðinni
Ásta amma Eyglóar skoðar innramað heilræðaplagg einsog hún sjálf á Samkvæmt fánalögum ætti að brenna þennan, lögreglan á Akranesi er ekki að standa sig. Eygló og Ásta Hanna á leið niður af Vatnstankinum. Olíupollur Eygló var ekki alveg að fíla áhættumyndatökur mínar Mynd af boga yfir Barnafoss (ekki þeim fræga brotna) Eygló við tjörn sem við klifruðum niður að Eygló spáir í næsta leik Tré á brún Eygló fær áfall yfir útsýninu Myndin tekin á brú yfir Hvítá milli Hraunfossa og Barnafoss. Þetta eru mínir fingur. Barnafoss Barnafoss Eygló á neðri útsýnispallinum Barnafoss Eygló við Hraunfossa Hraunfossar Eygló með Ástu ömmu sinni Eygló og Ásta Hanna koma útúr bænum. Hvalfjarðargöngin með sínum risasmábílum. Baggalútar voru til sölu þarna. Djöfladýrkendaaltari á Steinasafninu á Akranesi. Eygló aftur við Þúfubanann. Gunnsteinn fór í kirkjuskoðun. Leiði í skógi Eygló í kirkjugarðinum skrýtna. Eygló í hjóli Þúfubanans Óli inn í hjóli Þúfubanans. Þessi táknar brýrnar. Þessi táknar hellana. Mínígolf á Hvanneyri, þessi táknar fjöllin. Hvanneyri Eygló, Ásta amma hennar og Ásta Hanna frænka hennar. Eygló og Ásta Hanna sitja á bekknum. Vatnstankurinn í allri sinni dýrð. Eygló og Ásta Hanna sitja á bekknum. Eygló á Vatnstankinum í Borgarnesi, í bakgrunni er líklega hægt að sjá LoftOrku þar sem ég vann sumarið 1997. Eygló í trúðabúningi. Eygló í brekkunni. Ásta lagði sig með okkur í brekkunni fyrir framan ljótu kirkjuna á Reykholti. Rör og sjóðandi vatn Fornleifafræðingar með metnað til að finna einhver bein grafa beint í kirkjugarðinn. Fréttamenn gleðjast þegar þeir fá nöfn á beinin sem finnast. Jarðgöngin hans Snorra Mér finnst Snorri hafa verið nokkuð snjall að hafa verið kominn með járnrör í laugina sína á þrettándu öld. Eygló dýfir fingri í Snorralaug Snorralaug hin minni var lokuð Óli hamast í Gráa Óli og Grái Fæturnir á Gráa Vel undirbúinn Loðni. Hálfkvekktur Grár köttur og hálfkvekkt Eygló Grái og Loðni hittust og urðu ekki vinir. Allt í einu birtist þessi Grái. Ásta Hanna og Gunnsteinn afi Eyglóar Fallega uppstillt mynd við gosbrunn Óli og Loðni. Nærmynd af Loðna. Eygló og Loðni. Loðni aftur Myndin í heild sinni. Böðvar er ekki sáttur enda nýdrukknaður. Ógleði Egils nær líka að sýna sig frá þessu sjónarhorni. Hesturinn er ekkert sérstaklega glaður. Egill er ekki glaður.
Hvað varðar jókerinn og tígulsexuna er svarið játandi. Já, það má.