Fatakaup

Ég komst að því í gær að ég þarf líklega að fara að kaupa mér nýjan jakka. Sá sem ég hef núna notað síðustu ár, líklega síðust þrjú ár, er ekki lengur sæmilegur. Vasinn er veskið mitt er í er ónýttur þannig að ég þarf að veiða í innviðum jakkans eftir því ef ég þarf að borga eitthvað. Fullt af föstum blettum og síðan eru smárifur byrjaðar að myndast.

Það er fátt sem ég er minna hrifinn af en það að kaupa föt. Ég þarf samt greinilega að fara í innkaupaferðir á næstunni þar sem ég þarf nýjan jakka og allar buxurnar mínar eru að detta niðrum mig eftir að ég byrjaði að grennast.

Lífið er kvöl.

Leave a Reply