Karlmenn eru glataðir

Karlmenn eru heimskir. Ég þoli ekki þá hluta af mér sem falla reglulega inn í karlmennskurugl.

Dæmi um þetta var ég að skoða í vinnunni. Ég var að hjálpa náunga að færa kassa. Hann hafði verið að taka einn kassa í einu, ég gerði þá tilraun með að taka tvo kassa í einu. Það er ekki að spyrja að því, í næstu ferð tók hann tvo kassa í einu. Þetta er nær algild regla, karlmaður getur ekki látið einsog ekkert sé þegar annar karlmaður er að lyfta meiru. Karlmaður þarf helst að lyfta meiru í einu en kona en það segir sig náttúrulega sjálft.

Það er nefnilega fátt heimskulegra en það sem er karlmannlegt við karlmenn.