Trú og matur

Ég var að lesa grein á Straight Dope um mataræði í Íslam og gyðingdómi. Afskaplega heillandi, munurinn á mataræðinu er lítill þó reglurnar séu aðeins mismunandi. Ég hafði líka gaman að því að komast að því að Múslímar sætta sig við að borða Kosher mat (sem hefur verið „afgreiddur“ samkvæmt reglum gyðinga). Síðan sér maður hvað göfugar hugsanir liggja á bak við reglur um slátrun en hins vegar er sorglegt að þessar reglur skuli halda sér þegar þær eru í raun orðnar óþarfar. Þetta sýnir hvað er hættulegt að tengja svona góðar reglur við trú, trúin tekur yfir hefðirnar og niðurlægir góða tilganginn þannig að hið góða hverfur.

Ég er annars afskaplega Kosher í mér, finnst hræðilegt að drekka mjólk með kjöti.

Leave a Reply