Klám og Útvarp Saga

Ég var að hlusta á Útvarp Sögu í morgun og þar var einhver að tala um að hann hefði verið að ná í tónlist á netinu með forriti sem deilir einnig af harða disk hans. Hann sagðist síðan hafa hætt því þegar hann sá að fólk var að skoða allt sem var á harða disknum hans, í leit að klámi að hans mati. Málið er að maðurinn hefur augljóslega deilt öllum harða disknum sínum í stað þess að deila eingöngu möppunni með tónlistinni. Síðan fer fólk að snuðra (og þá ekki endilega í leit að klámi) þegar það sér að einhver er svo heimskur að deila öllu.

Ég held að sami maður hafi síðan verið að tala um hvað væri mikið af klámsíðum þarna úti með því að telja hvað komu margar síður upp í leitarvél þegar hann skrifaði inn orðið Kinks (og seinna fleiri klámleitarorð (upphaflega var hann víst að leita að “The Kinks”)). Þarna vantar smá skilning á eðli netsins, það eru til miklu meira af síðum sem lofa klámi heldur en síðum sem innihalda klám. Það sem kemur upp í leitarvélum eru yfirleitt síður sem er reknar af fólki sem fær borgað fyrir að vísa fólki á klámsíður sem kostar inn á. Fyrir hverja klámsíðu sem kostar inn á eru hundruð eða þúsund auglýsingasíður. Ekki það að ég haldi því fram að það sé erfitt að finna klám, það er bara aðeins erfiðara en þessi náungi lýsti.

Annars mun ég ekki syrgja dauða Útvarps Sögu í þessari mynd, ég mun heldur ekkert fagna því að fá aðra íslenska stöð (þó sú stöð verði skárri en hin).