Beingreiðslur

Ég held að ég geti komið með þarft innlegg í umræðuna um herinn. Í stað þess að halda úti gagnslausum her hér á landi með miklum kostnaði væri mun einfaldara ef Davíð myndi bara biðja Bush um að fá beingreiðslu á hverju ári fyrir að fylgja utanríkisstefnu BNA. Beingreiðslan gæti verið hærri en það sem við græðum á hernum núna en myndi samt kosta Bandaríkjamenn mun minna.

Björn Bjarnason er víst að fara endanlega yfirum í Mogganum í dag, samsæriskenning sem er nærri jafn vitlaus og sú sem ég heyrði um árið varðandi Gettu Betur sigur MR.

Þessi vitlausa samsæriskenning kom annars fram þegar Bloggari Dauðans (áður en hann varð bloggari) var dómari. Einhver hélt því fram að MR hefði unnið af því dómarinn hefði verið í MR á sínum tíma og að dóttir hans (jamm, dóttir hans) væri (á þeim tíma) líka í skólanum. Ég náði nú að gata þessa kenningu á mjög einfaldan hátt.