Glataður fréttaflutningur Netmoggans

Netmogginn heldur því fram í dag að uppselt hafi orðið í stúku á Foo Fighters á hálftíma í morgun, þetta er algerlega ósatt. Eygló keypti miða handa okkur í stúku eftir klukkan 10:40 og það virtist ekki vera nálægt því að vera uppselt.

Þetta minnir töluvert á fréttaflutninginn hjá Mogganum þegar Harry Potter bókin nýja kom til landsins, haldið var fram að hún hefði strax selst upp þegar hún var til á Bóksölu Stúdenta og einnig í Pennanum á Akureyri.

Svona fréttaflutning er svo sem ekki einungis að finna á Netmogganum.

Leave a Reply