Í kvöld var ég að spjalla við nokkra vinnufélaga mína. Í fyrsta lagi komst ég að öll þau klúður sem ég varð uppvís að þegar ég var að byrja í vinnunni sem mér fannst stór og mikil þá eru ekkert miðað við hvað aðrir hafa gert fyrstu daga sína þarna. Almenn gleðið þar.
Síðan var einn þarna að tala um “þessa sumarstarfsmenn”, þeir væru svona 4-5 sem ekki maður þyrfti ekkert að læra nafnið á því þeir væru alveg eins. Ég leit þá á hann og hann sagði (cirka):“þú er Óli Gneisti, það fer ekkert á milli mála, nafn og persónuleiki”. Ég fel mig ekki í fjöldanum.