Ungir Jafnaðarmenn eru svo aktívir, álykta um fótbolta og Páfann. Senda honum bréf til að reyna að fá hann til að breyta afstöðu sinni til samkynhneigðra, það ætti að virka. Það er fullkomlega eðlilegt að Páfinn sé á móti samkynhneigð, afstaða hans kemur úr Biblíunni.
Að vísu eru flestir kristnir menn vanir að velja og hafna eftir hentugleika hverju þeir vilja fara eftir úr Biblíunni (jafnvel Páfinn þó hann sé ekki jafn aktívur í þeirri íþrótt og íslenskir þjóðkirkjumenn) en þú getur ekki ætlast til þess að þessi gangandi múmía fari að koma með nútímalega afstöðu í þessu máli.
Páfinn er eitt hættulegasta aflið í heiminum í dag, fordæmingar hans á getnaðarvörnum hafa orðið til þess að ótal mannslíf hafa tapast í baráttunni gegn alnæmi.
Það að Páfinn sé á móti samkynhneigð segir okkur einfaldlega að kristni sé eitthvað sem tilheyrir fortíðinni.