Vinkona Björns og önnur bandarísk fífl

Björn Bjarnason opinberar aðdáun sína á konu að nafni Ann Coulter, hugsanlega ekki það gáfulegasta sem hann hefur látið fara frá sér. Jói og Einar hafa bent á hvernig þessi kona er í raun:

We should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity. We weren’t punctilious about locating and punishing only Hitler and his top officers. We carpet-bombed German cities; we killed civilians. That’s war. And this is war.

Þetta er náttúrulega augljóslega sturluð kona, sannfærð um yfirburði sinnar eigin menningar (hinnar hvítu, kristnu, íhaldsömu Ameríku). Segir alveg skammlaust, við ættum að drepa óbreytta borgara einsog við gerðum í seinni heimsstyrjöldinni. Augljóslega engin iðrun vegna þeirra stríðsglæpa sem Bandamenn frömdu í því stríði. Drepum leiðtoga þeirra og kristnum þá, einmitt leiðin að friði.

Í þessari grein sá ég Björn þýða orðið “liberal” sem “vinstrisinni”, það man ég ekki eftir að hafa séð áður, hélt að “liberal” væri frjálslyndur maður. Kannski að maður geti haldið áfram á þessari braut og þýtt “conservative” sem “hægrisinni”.

En þetta mál minnir mig á aðra bandaríska rugludalla sem ég var að lesa um í The Week (sem ég rakst á í Skerjafirðinum), þar var fréttamaður í hóp bandarískra frelsaðra nöttara sem eru komnir til Ísraels til að skoða Biblíuslóðir. Hugsanlega var það ótrúlegasta í þessari grein hvernig aðalfríkið reyndi að rökstyðja að Bush væri anti-kristur vegna þess að hann væri að reyna að stuðla að friði milli Araba og gyðinga.

Þetta fólk vill að það verði ægilegt stríð þarna, það telur að Biblían hafi spáð fyrir um slíkt stríð, að Múslímar séu á bandi Satans og gyðingar á bandi guðs (svo lengi sem þeir átti sig á því hve vitlausir þeir voru að fatta ekki að Jesú væri Messías). Þetta stríð myndi náttúrulega þýða heimsendi og allt góða kristna fólkið verði geislað upp til himna einsog um Star Trek þátt væri að ræða.

Má síðan ekki gleyma því að aðalfríkið hélt því fram að 55% Frakka væru Múslímar.

!!! Uppfært !!! Hefði verið fljótari að setja inn hlekkinn á Einar ef ég vissi hve vinsæl þessi færsla yrði, það koma hér fjölmargir af Málefnin.com að skoða færsluna og ég verð að benda á að Jói og Einar fjalla ítarlegar um málið.