Bloggkennarinn og ofurnördið (ekki sami aðilinn)

Verst að ég var ekki með áhugaverða færslu í morgun þegar ég fékk fullt af heimsóknum frá Fréttum. Hvað um það, reyni aftur.

Í dag var ég að spjalla við vinnufélaga minn (sem er reyndar að fara að hætta á morgun) og þá komst ég að því að hann hafði haft Orminnsem kennara síðasta vetur. Ég spurði hann hvað honum finndist um Orminn og hann svaraði því. Ég spurði hann síðan hvort hann stundaði að lesa bloggsíðu kennarans og hann sagði að það hefði hann gert, allavega í vetur. Hann sagði mér að honum hefði ekki liðið vel þegar Ormurinn var að tala um það á blogginu sínu að enginn hefði getað svarað ákveðinni spurningu á prófi.

En ég spjallaði síðan heilmikið við þennan náunga og kom í ljós að við eigum margt sameiginlegt, svipaðir á nördalevelinu, hann að vísu klassískari nörd enda á leiðinni í lífefnafræði.

Þetta minnir mig samt á að Mummi mágur fékk hærri einkunn en ég í nördaprófinu, hann fékk 43.3925%. Mummi er sigurvegari í bili.

Og ef einhver var að spá þá sagði hann að Ormurinn væri undarlegur.