Grísalækningar

Ég fór áðan með grísinn til dýralæknis. Á biðstofunni voru bara hundar og einhvers staðar var síðan hundur að gelta/væla. Grísla var hrikalega taugatrekkt og í miklu hárlosi. Þegar var komið inn á stofuna sjálfa þá þurfti ég að halda henni fastri meðan dauður vefur var hreinsaður af og síðan líka þegar hún fékk sprautu. Blóð og gröftur sullaðist á mig. Jukk.

Við þurfum að bera sýklalyf á hana tvisvar á dag, nota bara dagblöð undir hana, skipta á henni tvisvar á dag og hreinsa sárið tvisvar á dag. Reyndar skiptum við örugglega núna alveg yfir í dagblöð undir hana enda var undirlagið hennar líklega ástæðan fyrir því að hún meiddist.

Þetta kostaði annars merkilega lítið, um 2700 krónur með sýklalyfinu.