Kunnugleg opna

Ég var að skoða FS blaðið og lenti á opnu þar sem var verið að tala við fólk á stúdentagörðum. Ég lít svona snöggt á það og sé að þarna er Marvin bloggari kunningi Ásgeirs, síðan sé ég Guffa sem var formaður skólafélagsins í MA (sem ég var reyndar í framboði gegn á sínum tíma en sú saga kemur seinna) þarna líka. Næst lít ég á nafnið á þeim sem er þarna á næstu opnu og sé að það er Bjössi (sem er orðinn hippalegur samkvæmt myndinni). Þetta fannst mér gott, að þekkja þrjá á einni opnu. Ég lána þá Eygló blaðið og eftir smá tíma bendir hún mér á að ég þekki í raun alla á þessari opnu því þarna eru Kolbrá og Magdalena sem ég hef allavega tekið nokkuð margar myndir af.

Þetta kalla ég kunnuglega opnu.