Láttu vera að lesa þessa færslu ef þú þekkir mig ekki persónulega


Það er stundum erfitt að ákveða hvað maður getur í raun skrifað um á þessari síðu og ég er ekki viss um hvað ég skrifa mikið núna. Hafdís hringdi semsagt í mig í dag til að segja mér að frænka okkar dó í nótt. Hún sagði mér líka eitt og annað sem ég vissi ekki um veikindi hennar. Ég hef reyndar haft afskaplega lítið samband við þennan arm fjölskyldunnar síðustu árin, töluverðan tíma.

Ég er mest að hugsa um dóttur hennar sem heitir í höfuðið á mömmu, mér hefur alltaf þótt mjög vænt um hana, lék mér við hana þegar hún var pínulítil (og ég heilum 7 árum eldri). Hún er bara 17 ára og ég get ekki ímyndað mér hve erfitt þetta er fyrir hana. Kannski undarlegt að segja þetta þar sem ég missti mömmu mína líka ungur en ég skyldi það ekki á þeim tíma og aðstæðurnar eru allt aðrar hjá henni.

Ég ætla ekki að fara norður í jarðarförina….