Alltaf sama fréttin

Aftur frétt um tilboð í tölvupósti, nú var verið að tala um að Ríkislögreglustjóri hafi fengið svona tilboð. Af hverju ætti Ríkislögreglustjóri að sleppa við svona rusl? Halda þeir að spammarar séu að velja netföngin vel og vandlega:”Nei, ekki þennan, hann er Ríkislögreglustjóri á Íslandi og á örugglega ekki eftir að falla fyrir þessu”.

Síðan voru þeir með einhverjar pælingar um að einhver Íslendingur væri með í ráðum. Hvers vegna þyrfti íslenskan vitorðsmann? Er svona erfitt að komast yfir tölvupóstföng? Af hverju fá þeir ekki einhvern með skilning á netinu til að fjalla um þessi mál? Einhvern sem veit hvernig spammarar redda sér tölvupóstföngum.